Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

Samband ríkis og kirkju

*62. grein*

Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.

Breyta má þessu með lögum.

Þessi grein er dálítil þversögn. Því að vera að setja eitthvað í stjórnarskrá sem má síðan breyta með lögum? Er stjórnarskráin orðin að minnisblaði?

Ég legg til að greinin verði áfram en gömlu dönsku áhrifin fjarlægð, og hljóði svona:

Ríkisvaldið (Alþingi) skal styðja Kristna kirkju sem boðar fagnaðarerindi Jesú Krists"

Rök: Þessi trú hefur haldið lífinu í íslendingum á harðindatímum. Það sést glögglega á gömlum sendibréfum og bókmenntum. Biblían og lestur hennar ásamt húslestrum hefur varðveitt íslenska tungu meira en nokkuð annað að mati fræðimanna. Skilningur þjóðarinnar og löggjafar á réttlæti, jafnrétti og samhjálp, er byggður á grundvallaratriðum kristinnar trúar. Þau rök að þau gildi séu til víðar í öðrum kenningum eða menningarsamfélögum breyta því akki að okkar uppspretta er úr Kristni.

63 gr. Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.


Ég legg til breytingu á 63. grein --   Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína.

 

Trúfélag getur ekki krafist þess að aðrir þjóðfélagsþegnar fari eftir, eða aðlagi sig að þeirra reglum eða siðum.

Trúfélag verður að leyfa öðrum að hafa og iðka sína siði.

Nánri skýringar:  Ef trúarbók, kenningar eða kennsla innan trúfélags samræmist ekki góðu siðferði eða allsherjarreglu, Þá missir það stöðu trúfélags og verður að svara fyrir dóstólum um

afleiðingar kenninga sinna, siða eða kennslu.

Engin leynd má vera yfir neinum athöfnum eða kenningum trúfélags.

 

 

Rök

Ég hef áður sett fram þann grunn að íslenska þjóðin verði fyrirmyndar þjóð. Því er áríðandi að við sem fyrirmyndar þjóð setjum trúfélögum ramma sem greinir þau frá hryðjuvekasamtökum.

Alþjóðasamfélagið hefur algerlega brugðist í því að setja trúfélögum ramma sem kemur í veg fyrir að þau sigli undir því falska flaggi að þau séu trúfélög en koma fram sem glæpafélög eða hryðjuverkafélög.

Við þekkjum það öll úr fréttum um heiðursmorð og bann við teikningum af "spámanninum"

Nils Gíslason 8474

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband