Pistlar frá Nils Gíslasyni 88474
18.11.2010 | 14:53
Nils Greinar
Innlegg í umræðu um stjórnarskrá
Íslenska þjóðin setur sér markmið að vera fyrirmynd annarra þjóða, hvað varðar mannréttindi, stjórnarhætti, umgengni við umhverfi sitt og samskipti við aðrar þjóðir. Alþingi skal gera áætlun um hvernig þessu markmiði skuli náð og fylgjast stöðuglega með árangri.
Ef eitthvað á að verða til þá þarf að vera til markmið til að svo verði, eitthvað til að vinna að, eitthvað sem flestir geta sameinast um og verið stoltir af. Allir hafa möguleika á að vera til fyrirmyndar, að vera fyrirmynd.
Meðferð fjármuna, skipting landsins gæða, áætlanir til framtíðar, draga úr sóun, auka endurvinnslu og deila reynslu okkar með öðrum þjóðum. Það verður okkar framlag til þjóðanna
Þjóðin er hæfilega stór til þess að auðvelt er að ná til allra. Þjóðin er rík og á nægar auðlindir til að allir geti búið við góð kjör, hús heilsu og menntun. Allir geta verið fyrirmynd.
Tilögur um kosningar til Alþingis
Gert verði slembiúttak með til dæmis 540 kjörgengum einstaklingum þannig að það verði um 20 einstaklingar í 24 (kjördæmum) út á landi og 80 í Reykjavík (þetta eru aðeins tillögur sem þarf að stilla af og lagfæra)
Kannað verði hverjir gefi kost á sér til að verða kosnir til alþingis og þeir fyrstu 10 einstaklingar (miðað við röð í slembi-úttaki) sem gefa kost á sér verða í framboði í því kjördæmi. Ef færri en 10 gefa kost á sér þá verði aukið við fjölda í slembiúttakinu í því kjördæmi þar til 10 einstaklingar hafa gefið kost á sér
Frambjóðendur fái tíma til að kynna sig og hugmyndir sínar varðandi þjóðina. Þessi kynning fari fram í gegnum internetið með heimasíðum blaðagreinum og bloggi og fleira ásamt fjöldafundum í kjördæminu. Settar verði reglur sem jafni kynninguna.
Alþingiskosningar fari þannig fram að sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í sínu kjördæmi verður þingmaður. Þannig veljast 27 þingmenn til þings.
Þessir þingmenn eru ÞJÓÐKJÖRNIR og ekki fulltrúar síns kjördæmis, heldur þingmenn þjóðarinnar allrar. Í allri umræðu á Alþingi og viðræðum fjölmiðla og á opinberum vettvangi skulu orð þeirra og framkoma bera vitni um að þeir komi fram sem fulltrúar alls landsins, allrar þjóðarinnar. Þingmenn þessir eiga að mynda fyrirmyndar þing til að þjóðin verði fyrirmyndar þjóð.
Þegar 4 ára kjörtímabili þeirra lýkur og næstu kosningar verða undirbúnar mega alþingismenn vera í framboði á þeim lista sem slembi-úttakið myndar. Þar sem gera má ráð fyrir að sú kynning sem störf þeirra á þingi hafa fært þeim gefi þeim forskot fram yfir frambjóðendur í úttakinu, þá verður vægi atkvæða fyrrverandi þingmanns skert um 30% (ákveðið hlutfall sem reynslan kennir)
Alþingi setur lög fyrir þjóðina.
Þegar alþingismenn hafa greitt atkvæði á Alþingi, þá geri hver alþingismaður grein fyrir atkvæði sínu í setningu eða málsgrein, sem verður aðgengileg á vef Alþingis fyrir kjósendur að kynna sér og leggja mat á þingmanninn í næstu kosningum.
Þeir sem nefndir eru til að vera í kjöri sem hæstaréttardómarar og hafa tilskylda menntun skulu valdir eftir manngildi, heiðarleika, réttsýni, reynslu og öðrum þeim mannkostum sem slíka menn ættu að prýða. Fyrirmyndar einstaklingar.
Alþingi kýs hæstaréttardómara. Til að hann ná kjöri þarf aukinn meirihluta atkvæða 2/3 atkvæða.
Alþingismenn leggi sig fram um að stjórna þjóðinni með því að vera góð fyrirmynd. Reynsla og lífsferill er jafn mikilvægt og skólaganga og titlar
Allar lagasetningar skulu metnar með tilliti til þess að vera til fyrirmyndar og hafa engar neikvæðar aukaverkanir.
Opinberar framkvæmdir, Sjúkrahús, skólar vegagerð og þess háttar skal metið og sett í forgangsröð með tilliti til nýtingu og hagkvæmni, með tilliti til velferðar þjóðarinnar í bráð og lengd.
Opinber fyrirtæki eins og til dæmis Landsvirkjun eru á ábyrgð Alþingis. Stjórnendur slíkra fyrirtækja og rekstur þeirra skal stefna að sömu markmiðum, að vera til fyrirmyndar á allan hátt þannig að þjóðin geti veri stolt en einnig auðmjúk og þakklát fyrir þær auðlindir sem landið færir þjóðinni.
Alþingi fari með stjórn fjármála þjóðarinnar.
Alþingi rekur og stjórnar seðlabanka og fylgist með fjármagnsstreymi, skuldum og eignum þjóðarinnar. Aðrir bankar eru þjónustuaðilar sem lúta fjármálastjórn seðlabankans.
Gjaldmiðill íslensku þjóðarinnar "krónan" er "sameign þjóðarinnar" Hún er ætluð til að nota af þjóðinni innanlands og fyrir ferðamenn og smáviðskipti erlendis.
Íslenska krónan er ekki spilapeningur fyrir kauphallir, banka eða fjármagnsmarkaði erlendis.
Við höfum margra áratuga reynslu í því hvernig ekki á að nota gengi íslensku krónunnar sem stjórntæki Við höfum einnig reynslu af því hvernig bankaveldi og fjármagnsmarkaðir spila á hana.Nú notum við kosti hennar til að stýra sveiflum sem stafa af utanaðkomandi breytingum og stýra atvinnustigi og þenslu innanlands. (með gætni og skynsemi) Það er hægt þegar rétt markmið eru notuð, Markmið, að vera til fyrirmyndar í öllu og sameinast um það.
Höfundur er í framboði til stjórnlagaþings no. 8474
Ríki og kirkja
*62. grein*
Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.
Þessi grein er dálítil þversögn. Því að vera að setja eitthvað í stjórnarskrá sem má síðan breyta með lögum? Er stjórnarskráin orðin að minnisblaði?
Ég legg til að greinin verði áfram en gömlu dönsku áhrifin fjarlægð, og hljóði svona:
Ríkisvaldið (Alþingi) skal styðja Kristna kirkju sem boðar fagnaðarerindi Jesú Krists"
Rök: Þessi trú hefur haldið lífinu í íslendingum á harðindatímum. Það sést glögglega á gömlum sendibréfum og bókmenntum. Biblían og lestur hennar ásamt húslestrum hefur varðveitt íslenska tungu meira en nokkuð annað að mati fræðimanna. Skilningur þjóðarinnar og löggjafar á réttlæti, jafnrétti og samhjálp, er byggður á grundvallaratriðum kristinnar trúar. Þau rök að þau gildi séu til víðar í öðrum kenningum eða menningarsamfélögum breyta því akki að okkar uppspretta er úr Kristni.
63 gr. Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.
Ég legg til breytingu á 63. grein Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína.
Trúfélag getur ekki krafist þess að aðrir þjóðfélagsþegnar fari eftir, eða aðlagi sig að þeirra reglum eða siðum.
Trúfélag verður að leyfa öðrum að hafa og iðka sína siði.
Ef trúarbók, kenningar eða kennsla innan trúfélags samræmist ekki góðu siðferði eða allsherjarreglu, Þá missir það stöðu trúfélags og verður að svara fyrir dómstólum um
afleiðingar kenninga sinna, siða eða kennslu.
Engin leynd má vera yfir neinum athöfnum eða kenningum trúfélags.
Rök
Ég hef áður sett fram þann grunn að íslenska þjóðin verði fyrirmyndar þjóð. Því er áríðandi að við sem fyrirmyndar þjóð setjum trúfélögum ramma sem greinir þau frá hryðjuverkasamtökum.
Alþjóðasamfélagið hefur algerlega brugðist í því að setja trúfélögum ramma sem kemur í veg fyrir að þau sigli undir því falska flaggi að þau séu trúfélög en sú glæpafélög eða hryðjuverkafélög.
Við þekkjum það öll úr fréttum um heiðursmorð og bann við teikningum af "spámanninum"
Höfundur er í framboði til stjórnlagaþings no. 8474
Meginflokkur: Stjórnlagaþing | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.