Persónukosið alþingi, markmið þess!

  • Alþingi setur lög fyrir þjóðina.

Þegar alþingismenn hafa greitt atkvæði á Alþingi, þá geri hver alþingismaður grein fyrir atkvæði sínu í setningu eða málsgrein, sem verður aðgengileg á vef Alþingis fyrir kjósendur að kynna sér og leggja mat á þingmanninn í næstu kosningum.

  • Þeir sem nefndir eru til að vera í kjöri sem hæstaréttardómarar og hafa tilskylda menntun skulu valdir eftir manngildi, heiðarleika, réttsýni, reynslu og öðrum þeim mannkostum sem slíka menn ættu að prýða. Fyrirmyndar einstaklingar.

  • Alþingi kýs hæstaréttardómara. Til að hann ná kjöri þarf aukinn meirihluta atkvæða 2/3 atkvæða.

  • Alþingismenn leggi sig fram um að stjórna þjóðinni með því að vera góð fyrirmynd. Reynsla og lífsferill er jafn mikilvægt og skólaganga og titlar

  • Allar lagasetningar skulu metnar með tilliti til þess að vera til fyrirmyndar og hafa engar neikvæðar aukaverkanir.

  • Opinberar framkvæmdir, Sjúkrahús, skólar vegagerð og þess háttar skal metið og sett í forgangsröð með tilliti til nýtingu og hagkvæmni, með tilliti til velferðar þjóðarinnar í bráð og lengd.

  • Opinber fyrirtæki eins og til dæmis Landsvirkjun eru á ábyrgð Alþingis. Stjórnendur slíkra fyrirtækja og rekstur þeirra skal stefna að sömu markmiðum, að vera til fyrirmyndar á allan hátt þannig að þjóðin geti veri stolt en einnig auðmjúk og þakklát fyrir þær auðlindir sem landið færir þjóðinni.

  • Alþingi fari með stjórn fjármála þjóðarinnar.

  • Alþingi rekur og stjórnar seðlabanka og fylgist með fjármagnsstreymi, skuldum og eignum þjóðarinnar. Aðrir bankar eru þjónustuaðilar sem lúta fjármálastjórn seðlabankans.

  • Gjaldmiðill íslensku þjóðarinnar "krónan" er "sameign þjóðarinnar" Hún er ætluð til að nota af þjóðinni innanlands og fyrir ferðamenn og smáviðskipti erlendis.

  • Íslenska krónan er ekki spilapeningur fyrir kauphallir, banka eða fjármagnsmarkaði erlendis.

Við höfum margra áratuga reynslu í því hvernig ekki á að nota gengi íslensku krónunnar sem stjórntæki Við höfum einnig reynslu af því hvernig bankaveldi og fjármagnsmarkaðir spila á hana.Nú notum við kosti hennar til að stýra sveiflum sem stafa af utanaðkomandi breytingum og stýra atvinnustigi og þenslu innanlands. (með gætni og skynsemi) Það er hægt þegar rétt markmið eru notuð, Markmið, að vera til fyrirmyndar í öllu og sameinast um það.


Höfundur er í framboði til stjórnlagaþings no. 8474


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband