Hvernig veljum við alþingismenn
10.11.2010 | 13:53
Íslenska þjóðin setur sér markmið að vera fyrirmynd annarra þjóða, hvað varðar mannréttindi, stjórnarhætti, umgengni við umhverfi sitt og samskipti við aðrar þjóðir.
Til þess að ná þessu markmiði þarf að setja saman fyrirmyndar Alþingi sem er jafnframt ríkisstjórn
Þetta alþingi þarf að vera þverskurður fyrirmyndar einstaklinga meðal þjóðarinnar. Þeir þurfa að vera heiðarlegir, réttsýnir, kunna að segja satt, kunna að setja fram skoðanir sínar, tilbúnir að meta skoðanir annarra með réttsýni, kunna að meta orsakir og afleiðingar, vera nægilega auðmjúkir til að leita til annarra eftir leiðsögn.
Þessir alþingismenn eru ekki fulltrúar þess sveitarfélag eða landshluta sem þeir búa í eða fæddust í, heldur fulltrúar allrar þjóðarinnar. Í allri umræðu þeirra á Alþingi og utan þess sem alþingismenn tali þeir sem fulltrúar þjóðarinnar í heild.
Það er því kominn tími til að þú lesandi góður farir að líta í kringum þig til að finna “einstakan öðling” og fá hann til að gefa kost á sér sem alþingismaður eða kona.
Óska þér til hamingju með árangurinn.
Nils Gíslason nr. 8474 til stjórnlagaþings
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.